Hlý kveðja í Kattholt frá Jónu og kisunum hennar.

16 mar, 2008

Kæra Sigga og annað Kattholtsfólk.

 

 

 

Ég gat ekki setið á mér að skrifa inn eftir að ég sá fréttina á síðunni ykkar um aumingja litlu læðuna sem varð að lóga um daginn.

 

Þvílík grimmd og mannvonska er skelfileg.

 

 

Það hlýtur að vera afskaplega sárt fyrir ykkur oft á tíðum að þurfa að taka við dýrum sem ekkert er hægt að gera fyrir og þurfa að ákveða að best sé fyrir þau að fá að sofna svefninum langa.

 

 

 

Ég skil ekki af hverju dýraverndarlög eru ekki strangari í Þessu þjóðfélagi sem á að kallast siðmenntað. Það er eins og það skipti engu máli hvernig farið er með ómálga dýr og eru engar sérstakar reglur settar þeim til varnar. Sem betur fer hafa kettirnir á þessu landi þó ykkur sem afdrep ef eitthvað bregður út af.

 

 

 

Mér er óskiljanlegt af hverju Kattholt fær ekki borgaða styrki frá ríkinu í staðin fyrir frá Reykjavíkurborg. Með því móti mynduð þið fá raunsærri styrk til að rekja Kattholt án þess að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af peningum. Það sem ég hef séð af síðunni þá eruð þið að fá ketti alls staðar af landinu og því væri það aðeins sanngjarnt að önnur sveitarfélög myndu aðstoða ykkur.

 

 

 

Ég vona að það verði ekki fleiri svona hrikalegar sögur um mannvonsku eins og ég minninst á að ofan í póstinum.

 

 

 

Takk fyrir að vera með svona stór hjörtu og nægilegt baráttuþrek til að halda Kattholti opnu við erfiðar aðstæður.

 

 

 

Gangi ykkur alltaf sem best

 

 

 

Jóna og högnarnir þrír.