Stuðningur kattavina er ómetanlegur fyrir Kattholt. Nokkrir duglegir hlauparar ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst nk. og safna áheitum fyrir kisurnar. Við hvetjum fleiri kattavini til að taka þátt en þeir sem vilja sleppa því að hlaupa geti styrkt með því að fara inn á hlaupastyrkur.is og heita á hlauparana. Í fyrra safnaðist 216.418 kr, mikið væri gaman að safna ennþá meiru í ár.