Við Fjölskyldan á Fálkagötu höfum orðið miklar áhyggjur af ZÖRU. Hún er reyndar pínulítill flækjufótur í sér og þá sérstaklega eftir að við fluttum frá Tómasarhaga yfir í næstu götu, Fálkagötu.


 


Hún hefur stundum farið á flakk en ávallt skilað sér aftur.


Okkur grunar nú að hún hafi gert sig heimakomna hjá einhverjum af okkar nágrönnum í kringum Tómasarhaga en erum auðvitað ekki viss. Nú eru komnir 2 mánuðir og er vonin á þrotum.


 


 


Endilega athugið í kringum ykkur. Zara er bröndótt með smávegis gult nef. Hún var með rauða og gráa ól, með gulri tunnu á. Hún er einnig eyrnamerkt á gamla mátann, þeas með tattú í eyranu.


 


Við söknum hennar mikið og þá sérstaklega hinn kötturinn á heimilinu, sem nánast er lögst í þunglyndi.


 


Ef hægt væri að auglýsa eftir henni…jafnvel á forsíðunni yrðum við þakklát. Við gerum okkur grein fyrir þessu mikla starfi ykkar, enda erum við vinir kattholts og í kattavinafélaginu.


 


Ástarkveðjur


Magnús 822-2131


Sesselja 822-2141