Gummi fundinn

17 Oct, 2006

Fyrir einum og hálfum mánuði auglýsti ég hann Gumma minn á síðunni hjá ykkur en hans var svo sannarlega sárt saknað enda mikill karakter.


Ég vildi láta ykkur vita að hann Gummi minn er fundinn og fögnuðurinn hjá mér svo miklu meira en gríðarlegur.  Hann fannst við leikskóla í Selásnum og var farið með hann á Dýraspítalann í Víðidal. Starfsfólk spítalans hafði, að mér skilst, samband við Sigríði sem kom upp á dýraspítala og kannaðist við hann af myndinni og þá fór boltinn að rúlla og haft var samband við mig.


Gummi er enn á dýraspítalanum og hefur verið þar síðan á mánudag.  Hann er óðum að hressast og fær vonandi bráðlega að koma heim.


Ég vil þakka ykkur fyrir það góða starf sem Kattholt vinnur enda ef ekki væri fyrir Sigríði og Kattholt er óvíst hvort boðleiðirnar hefðu virkað sem skyldi. 


Bestu þakkir,
Unnur Sigurþórsdóttir (“,)