Komið þið sæl…
Nú er ég nýorðinn félagsmaður í Kattavinafélagi Íslands og skil ekki af hverju ég skráði mig ekki í félagið fyrir löngu síðan. Jæja, betra seint en aldrei.
Mér datt í hug að senda ykkur þetta, sem þið getið kannski sett á vefsíðuna þannig að kattavinir fái upplýsingar um að jarða kisu á þann hátt sem við mannfólkið þekkjum.
Á meðfylgjandi mynd sést grafreitur Grettis sem var búinn að vera í fjölskyldunni í rúm 17 ár. Það kom ekkert annað til greina en að hann fengi sómasamlega jarðarför.
1. Keypt var gæludýralíkkista af húsgagnasmiði í Mosfellsbæ. Kostnaður u.þ.b. 7.000 kr.
2. Leitað var til Útfararstofu kirkjugarðanna (www.utfor.is) í Fossvoginum þar sem keyptur var hvítur kross í smærri útgáfu (sem er venjulega fyrir duftker) og krossinn merktur með nafni, minningarorðum o.s.frv. Kostnaður u.þ.b. 14.000 kr.
3. Grafreiturinn snýr í austur/vestur á sama hátt og mannfólkið er jarðað.
Með kærri kveðju, Ólafur.