Hæ hæ Kattholt,
Ég og sonur minn fengum hjá ykkur hann Óðinn 11.júní sl. Hann hefur nú fengið nafnið Grettir.
Hann er gulbröndóttur og bjó fyrst hjá Svanhvíti fósturmóður Kattholts.
Það hefur gengið rosalega vel með hann, ég er með þrjár aðrar innikisur.
Pálína sem er rúmlega 15 mánaða hefur gengið honum í móðurstað. Öllum semur prýðilega.
Grettir er svolítið matsár en hinar kisurnar eru spenntar fyrir „barnamatnum“ hans.
Þær vilja heldur matinn hans en hann hreinlega urrar þær í burtu og passar vel uppá sitt!
Hann fer í skoðun hjá dýralækni í næstu viku, er enn með svolitla sýkingu í hægra auganu annars bara mjög hress.
Bestu kveðjur með þökk fyrir okkur.
Aðalheiður Þórisd.