Goði 2 ára – Útiköttur

30 jan, 2026

Goði er ótrúlega sætur, góður, aktívur og sjálfstæður útiköttur. Hann er barngóður og gæti unað sér vel í sveit eða fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hann er góður og yndislgur kisi í alla staði fæddur 16.05.2023.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Goða. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar frá mánudags til miðvikudags milli kl. 13:00-14:30. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909. Í skoðunartímanum er hægt að fylla út umsókn um kött. Hringt er í samþykkta umsækjendur á fimmtudögum.