GLORÍA TÝND 101, VESTURBÆ

25 júl, 2025

Það hefur ekkert sést til hennar síðan 22. júlí.

Hún 12 ára læða sem er nýlega flutt af Öldugötu á Sólvallagötu. Hún hefur haldið sig að mestu inni síðan en fór í leiðangur á mánudagskvöld 21.. júlí og heimsótti m.a. gamla húsið sitt. Við erum ekki viss um hvort hún rati heim aftur.

Hún er með rauða ól og appelsínugult merkispjald (þar er heimilisfang og símanúmer). Bröndótt með hvítar loppur og bringu, snoppufríð, miðlungsstór en með svolítinn skinnpoka á maganum. Hún er frekar fælin við ókunnuga og óörugg í ókunnu umhverfi. Það er líklegt að hún haldi sig vestast í vesturbænum á Öldgötu, Holtsgötu, Sólvallagötu eða þar í kring.

Kæru nágrannar, kíkið í skúra og hjólageymslur og bregðist við ef þið heyrið mjálm eða klór Hennar er sárt saknað ❤

Endilega hafið samband við Önnu í síma 6959782 eða anry@simnet.is ef þið sjáið til hennar.