Kattavinafélag Íslands óskar öllum dýravinum gleðilegra páska.
50 kisur gista á Hótel Kattholti um páskahátíðina.
Ótrúlegur fjöldi vegalausra katta er hér um þessar mundir.
Við þökkum öllum þeim sem styrkt hafa starfið hér í Kattholti.
Myndin er af Nikulás mömmustrák sem fannst í janúar 2006 í Mosfellsbæ aðeins 2 mánaða gamall.
Hann á gott heimili í dag og býr við Laufásveg í Reykjavík.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.