GLEÐIFRÉTT

9 mar, 2006

Eigendur kisunnar sem fannst illa slösuð á Langholtsvegi og legið hefur á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga eru fundnir.  Kisan heitir Nótt og vilja eigendur hennar allt fyrir kisustelpuna sína gera.

 

Myndin sýnir Nótt, ásamt systur sinni Dimmu, í fangi fjölskyldunnar á Dýraspítalanum.  Sigríður í Kattholti kom og samgladdist þeim.

 

Nótt fer í aðgerð fimmtudaginn 9. mars og færum við henni óskir um góðan bata.

 

Kattavinafélag Íslands vill færa þeim fjölmörgu sem hugðust koma Nótt til hjálpar innilegar þakkir. Öll fjárframlög sem bárust í þeim tilgangi eru nú geymd í sjóðnum NÓTT.