Gleðidagur í Kattholti

24 mar, 2007


Gulbröndóttur og hvítur högni fannst við Fannafold í Reykjavík og kom í Kattholt í morgun.  Við skoðun reyndist kisi eyrnamerktur og var strax haft samband við skráðan eiganda hans.  Kom þá í ljós að kisi hafði villst að heiman fyrir 10 mánuðum og ekkert til hans spurst  allan þann tíma .


 Eigandinn leyndi ekki gleði sinni þegar athvarfið  hafði samband við hann og kom að vörmu spori til að sækja dýrið sitt.  Það var gleðileg sjón að sjá Himan í fangi eiganda síns eftir langan aðskilnað.



 Nýustu fréttir eru þær að kisan sem fyrir er á heimilinu fagnaði Himan innilega þegar hann kom aftur heim eftir  allan þennan tíma.