Karen Guðmundsdóttir, 9 ára frá Hafnarfirði kom færandi hendi í Kattholt í dag. Hún færði starfsmönnum Kattholts 3.000 kr. sem hún hafði safnað til styrktar kisunum. Starfsmenn Kattholts vilja þakka henni fyrir að hugsa svona vel til kisanna. Margt smátt gerir eitt stórt. Með Karen á myndinni er fallegur og ljúfur fressköttur sem óskar eftir góðu heimili.