Í Kattholti er hægt að fá gjafakort handa kattavinum þar sem Sjúkrasjóðurinn Nótt er styrktur með peningagjöf. Sjúkrasjóðurinn var stofnaður af Kattavinafélagi Íslands til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á slösuðum köttum sem enginn vill kannast við. Á hverju ári er fjölda katta hjúkrað aftur til heilsu með hjálp sjóðsins.

Þökkum kattavinum hjartanlega fyrir stuðninginn á árinu 2017.