05.04.2024
Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal þann 5. apríl. Hann var bröndóttur með hvítan blett undir höku og ógeldur. Hann fannst á gatnamótum Mávahlíðar og Lönguhlíðar. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

21.04.2024

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal þann 21. mars. Hún var alsvört og ung, um 1 árs aldurinn. Hún fannst við Krummahóla í 111 Reykjavík. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

21.03.2024

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal þann 21. mars. Hann var alveg svartur og ógeldur. Fannst við Snorrabraut í 101 Reykjavík. Fullorðinn, eða frá 4-8 ára. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

05.03.2024

Komið var með dána svarta læðu á Dýraspítalann í Víðidal þann 5. mars. Hún var smágerð, alveg svört. Fannst við Skyggnisbraut 22 í Úlfarsárdal. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

12.02.2024

Það var komið með dáinn kött á Dýralæknastofu Dagfinns í morgun, 12. febrúar. Hann var svartur og hvítur, með hvíta grímu og sokka, hvorki með örmerki né með ól og ekki geldur. Hann fannst við Snorrabraut. Ef þið kannist við lýsinguna hafið þá samband við Dýralæknastofu Dagfinns í síma 552-3621.

17.11.2023

Komið var með dána bröndótta læðu á Gæludýraklínikina föstudaginn 17. nóvember. Hún er með ljósa höku og var hvorki örmerkt né með ól. Hún fannst í Hamraborg í Kópavogi. Ef þið kannast við lýsinguna hafið þá samband við Gæludýraklíníkina í síma 556 0700.

04.11.2023

Komið var með dáinn kött á 25.október á á Dýraspítalann í Víðidal. Hann fannst á Eggertsgötu v. Mánagarð. Alveg svartur en ekki er hægt að greina kyn. Er örmerkt númerinu 352098100128754, en enginn skráður eigandi. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

Komið var með dáinn kött seinnipart 1.nóvember á dýraspítalann í Víðidal. Fannst í Kópavogi en engin nánari lýsing á staðsetningu. Ekki var hægt að greina kyn. Kisan var gulbröndóttur, með smá hvítt á snoppunni, hvítur á hálsi og bringu og með hvíta sokka á afturfótum. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

21.10.2023

Dýrfinna kom með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal laugardaginn 21. október. Hann hafði lent fyrir bíl við Olís á Nýbýlavegi í Kópavogi. Hann var fullorðinn, ógeldur og ómerktur fressköttur, grábröndóttur með hvíta blesu á trýni og hvíta bringu. Hvítir sokkar á öllum fótum, hærri á afturfótum. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

16.10.2023

Starfsmenn Reykjavíkurborgar komu með dáinn kött á Dýrspítalann í Víðidal laugardaginn 14. október. Hann fannst við Miklubraut, á móti Klambratúni, þann 14. október. Hann var ógeldur, fullorðinn fress, hvorki með ól né örmerki. Hann var hvítur og bröndóttur, meira hvítur, með hvíta línu á kollinum og bröndótt skott. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

22.09.2023

Meindýravarnir Reykjavíkur komu með 2 dána ketti á Dýraspítalann í Víðidal föstudaginn 22. september. Önnur var algrá læða, ekki örmerkt en með skærbláa ól með einni bjöllu á. Ung, talin vera milli 1-5 ára. Hinn kötturinn var grár, geldur fress, ekki örmerktur og ekki með ól. Talinn vera fullorðinn. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

19.08.2023

Komið var með dána grábröndótta læðu, með hvíta blesu, á Dýraspítalann í Víðidal laugardaginn 19. ágúst. Hún var ekki örmerkt og ekki með ól. Talin vera ung, rétt um 1 árs. Ekki er vitað hvar hún fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

15.08.2023

Komið var með dána svarta læðu á Dýraspítalann í Víðidal þriðjudagskvöldið 15. ágúst. Hún var ekki örmerkt en var með bleikan klút sem stendur á “favourite cat”. Hún var yngri en 1 árs. Hún fannst við Borgartún 6. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

10.08.2023

Komið var með dána læðu, grá/brúnbröndótta og loðna, á Dýraspítalann í Víðidal, fimmtudaginn 10. ágúst. Hún var ekki örmerkt né með ól. Hún fannst við göngubrú yfir Miklubraut, við Rauðagerði, talin vera um 4-6 ára gömul. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

14.07.2023

Komið var með dáinn svartann og hvítann kött á Dýraspítala Garðabæjar, föstudaginn 14. júlí. Hann var ekki með örmerki né eyrnamerki og var ógeldur. Hann var stór, snögghærður húsköttur. Feldur svartur og hvítur en þó meira svartur, hvítt undir bringu, hvítir fætur og hvítt yfir nefið sem var bleikt. Eyrun voru svört með hvítri rák en skottið var alsvart. Ekki er vitað hvar hann fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið þá samband við Dýraspítalann í Garðabæ í síma 565-8311.

15.05.2023

Komið var með svarta læðu á Dýraspítalann í Víðidal í dag, mánudaginn 15. maí, sem lést svo skömmu síðar af sárum sínum eftir ákeyrslu. Hún fannst við Vesturberg í breiðholti. Hún var ekki örmerkt né með ól en með stöku hvít hár á líkamanum. Hún er talin vera ung. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

12.04.2023

Komið var með dána svarta og hvíta læðu á Dýraspítalann í Víðidal, miðvikudaginn 12. apríl. Hún var ekki örmerkt og ekki með ól, talin vera milli 4-8 ára gömul. Hún var svört með hvítær loppur, hvíta bringu og hvíta höku. Hún fannst við Jöklasel. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

09.04.2023

Komið var með dáinn, gulbröndóttann og hvítann ógeldann fress á Dýraspítalann í Víðidal, sunnudaginn 9. apríl. Hann var ekki örmerktur og ekki með ól, en talinn vera um 5-7 ára gamall. Ekki er vitað hvar hann fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

31.03.2023

Komið var með dána, hvíta og svarta, unga læðu á Dýraspítalann í Víðidal í dag, föstudaginn 31. mars. Hún var hvorki örmerkt né með ól og fannst á brúnni yfir Elliðaá, rétt hjá Dýraspítalanum. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

11.03.2023

Komið var með dáinn, gráann, stórann ógeldann fress á Dýraspítalann í Víðidal laugardaginn 11. mars. Hann var með hvítan blett á bringu. Ómerkur. Fannst við Vatnsveituveg, fyrir neðan Stekkjabakka í breiðholti. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

28.02.2023

Komið var með dáinn, stórann, brúnbröndóttann fress á Dýraspítalann í Víðidal þriðjudaginn 28. febrúar. Hann var ómerktur og ólarlaus, sennilega geldur og með brotna vígtönn í efri góm. Ekki fylgdu neinar upplýsingar um hvar hann fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

14.12.2022

Komið var með dána, gráa læðu á Dýraspítalann í Víðidal miðvikudaginn 14. desember. Hún var ómerkt og ólarlaus og talin vera um 2-5 ára gömul. Hún fannst á Langholtsvegi, nálægt gatnamótum Ásvegs. Hún hafði orðið fyrir bíl. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

05.12.2022

Komið var með svartann, ungann, dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal í dag, 5. desember. Hann var ómerktur og ólarlaus. Talinn vera 1-4 ára gamall. Ekki er vitað hvar hann fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

23.10.2022

Komið var með stórgerðan bröndóttan geldan fress á Dýraspítalann í Víðidal í gær, 23. október. Hann var ómerktur og ólarlaus. Hvítur á maga og hálsi og með hvítar loppur og talinn vera um 4-8 ára. Hann fannst um miðnætti á veginum milli Kópavogs og Garðabæjar við hringtorgið hjá Krónunni. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

23.10.2022

Komið var með dána þrílita læðu á Dýraspítalann í Víðidal í gær, 23. október. Hún var ómerkt og ólarlaus. Hún fannst fyrir neðan stúdentagarðana í Grafarholti. Hún var meira hvít og með hvíta blesu og talin vera yngri en 5 ára. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

07.09.2022

Komið var með dána svarta og hvíta læðu á Dýraspítalann í Víðidal í gær, 7. september. Hún var ómerkt og ólarlaus, en talin vera um 1 árs. Hún fannst við Mánatún 24, 105 Reykjavík. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

19.08.2022

Lögreglan kom með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal. Hann var bröndóttur með hvíta bringu og stórgerður, væntanlega fress.Hann var örmerktur með örmerkjanúmerinu 352206000097465, en örmerkjanúmerið er ekki skráð hjá Dýraauðkenni. Hann fannst við Austurbrún, 104 Reykjavík. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

28.06.2022

Lögreglan kom með dána þrílita læðu á Dýraspítalann í Víðidal. Hún var ómerkt og ólarlaus og eldri en 5 ára. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

27.06.2022

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal. Læðar var bröndótt um 1 árs aldurinn, ómerkt og ólarlaus. Hún fannst í Seljahverfi í breiðholti. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

03.06.2022

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal. Bröndóttur og hvítur, hvítt trýni og hvítar loppur, loðinn. Ekki hægt að segja til um aldur né kyn. Hvorki örmerktur né eyrnamerktur. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

10.05.2022

Komið var með gulbröndóttan kött sem hafði verið keyrt á á Kjalarnesi. Hvorki hægt að segja til um aldur né kyn. Ómerktur. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

05.05.2022

Komið var með unga, ómerkta bröndótta læðu sem hafði verið keyrt á við Selásbrautina. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

03.05.2022

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal. Hún var stórgerð, svört og hvít, hvorki eyrnamerkt né örmerkt. Hún er talin hafa verið um 3 ára. Hún fannst við Hörpu. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

10.03.2022

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal. Kötturinn fannst við Lauganesveg við Skeiðarvog. Ekki örmerktur, svartur og hvítur köttur með rauða ól með myndum af kórónum á og rauð bjalla á ólinni. Ekki hægt að greina kyn. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

24.02.2022

Lögreglan kom með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal miðvikudaginn 23. febrúar sl. Hann var geldur, ómerktur og ólarlaus. Hann var ca 3 – 4 ára gamall, grábröndóttur með dökkbleikt trýni. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

16.07.2021

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal föstudaginn 16. júlí. Hann var ógeldur, ómerktur og ólarlaus. Brúnbröndóttur og hvítur, með hvíta grímu. Frekar stór og fannst í Hafnarfirði. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

09.06.2021

Komið var með tvo dána fress ketti á Dýraspítalann í Víðidal í gær, þann 8. júní. Annar þeirra var ómerktur og ógeldur, svartur og hvítur. Hvít gríma og hvítar loppur og ljósbleikt trýni. Hann var með svarta ól með 3 demants kórónum.

Hinn var ljósgrábröndóttur með hvíta grímu. Sá var einnig ómerktur, ólarlaus og ógeldur.

Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

27.05.2021

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal fimmtudaginn 27. maí. Hann var ungur, ómerktur, ólarlaus og ógeldur. Hann var grár og hvítur með hvíta grímu, bringu og loppur. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

21.04.2021

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal miðvikudaginn 21. apríl. Hann lenti fyrir bíl og fannst við Strandveg í Garðabæ. Kötturinn er svartur og hvítur, andlitið tvískipt, svart að ofan og hvítt að neðan en með hvítan blett hægra megin við trýni. Hann er með hvítar loppur, hvítan maga og hvít veiðihár, annars svartur. Ekki er hægt að greina kyn. Ekki var hægt að lesa örmerki. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

05.01.2021

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal þriðjudaginn 5. janúar. Hún var yrjótt með bleikri endurskinsól og einni bjöllu. Ekkert örmerki. Hún fannst í Grafarvogi í dag. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

07.12.2020

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal mánudaginn 7. desember. Hann var svartur með hvítan maga, hvítar loppur og hvítur á neðri helming andlits. Hann var ógeltur og alveg ómerktur og ekki er vitað hvar hann fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

09.10.2020

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal föstudaginn 9. október sl. Hún var bröndótt og hvít, ómerkt en með ljósbláa ól með bjöllu. Hún fannst við Sæbraut. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

07.10.2020

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal miðvikudaginn 7. október sl. Hún var bröndótt og alveg ómerkt og ólarlaus. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

07.10.2020

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal miðvikudaginn 7. október sl. Hann var gulbröndóttur, geltur en ómerktur og ólarlaus. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

23.09.2020

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðdal miðvikudaginn 23. september. Hann var geldur en ómerktur og ólarlaus. Hann var svartur (smokey) með hvítt undir hálsi. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

15.09.2020

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal þriðjudaginn 15. september. Hann var alveg grár, ómerktur, ólarlaus og ógeldur. Ekki var vitað hvar hann fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

07.09.2020

Komið var með dána læða á Dýraspítalann í Víðidal mánudaginn 7. september. Hún var alveg svört með brúna flóaól. Hún var ekki örmerkt né eyrnamerkt. Virtist vera í meðalstærð. Ekki er vitað hvar hún fannst. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

07.08.2020

Fimmtudaginn 6. ágúst var komið með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal. Hann fannst við Garðastræti 14, 101 Reykjavík. Hann var ógeltur og ómerktur en með bláa ól með slaufu og silfurbjöllu á. Hann var hvítur með gráum doppum. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

31.07.2020

Fimmtudaginn 30. júlí var komið með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal. Hann fannst við Arnarbakka í breiðholti. Hann var hvítur með svart bak og skott og svarta grímu á andliti og eyrum. Hann var geldur og stórgerður. Hann var ekki örmerktur, en var með bláa ól með tveimur bjöllum og svörtu stykki sem líktist segli fyrir kattarlúgu. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

26.06.2020

Föstudaginn 26.06 var komið með grábröndóttann og hvítann fress á Dýraspítalann í Mosfellsbæ eftir ákeyrslu.  Fólkið sem kom með hann komu að honum á kjalarnesinu nánast við afleggjaran hjá Kollafirði. Hann er fullorðinn og geltur, en alveg ómerktur. Ef þið kannist við lýsinguna þá er hægt að hafa samband við Dýraspítalann í Mosfellsbæ í síma 566-5066.

23.06.2020

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal mánudaginn 22. júní. Hann var gulbröndóttur með hvítan háls og hvíta sokka. Hann var ógeltur en með rauðköflótta ól með rauðri bjöllu. Fannst við Hófgerði 19 í Reykjavík. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

13.02.2020

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal fimmtudaginn 13. febrúar. Hún var bröndótt með hvítar loppur og hvítt á bringu. Hún var ómerkt og ólarlaus. Hún var með rakað á hægri framfæti eftir blóðprufu. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

30.01.2020

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal fimmtudaginn 30. janúar. Hann var svartur og með hvítan blett á maganum og undir hægri framloppu. Hann var geltur og ca 3 ára gamall. Hann var ómerktur og ólarlaus, en örmærkið gæti hafa farið úr vegna áverka. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

28.01.2020

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal þriðjudaginn 28. janúar. Hann var svartur og hvítur, ungur og geltur en ómerktur og ólarlaus. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

06.12.2019

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal föstudaginn 6. desember. Hann var stórgerður, grár, ógeltur og alveg ómerktur. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

02.12.2019

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal mánudaginn 2. desember. Hann var grábrúnbröndóttur og ógeltur. Hann var ekki örmerktur, eyrnamerktur né með ól. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

28.11.2019

Komið var me dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal fimmtudaginn 28. nóvember. Hún var stórgerð og óvenjulega grá á litinn, grábröndótt og hvít. Hún var ekki örmerkt en með svarta glimmer ól með veiðikraga. Hún fannst við Nóatún. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

21.11.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal fimmtudaginn 21. nóvember. Hún var grábröndótt og hvít og með örmerkið: 352206000132748, en örmerkið er því miður ekki skráð. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

01.11.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal föstudaginn 1. nóvember. Hún var dökkbröndótt, síðhærð og örmerkt, en örmerkið ekki skráð hjá dýraauðkenni, 352098100053779. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

01.11.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspitalann í Víðidal föstudaginn 1. nóvember. Hún var grábröndótt og alveg ómerkt. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

31.10.2019

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal þriðjudaginn 29. október. Hann virtist vera svartur og hvítur og örmerkið er 352206000100388 en er ekki skráð inn á dýraauðkenni. Keyrt var á hann á mótum Reynisvatnsvegs og Andrésarbrunns. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

16.10.2019

Komið var með dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal í dag 16.10.2019. Hann var grábröndóttur, ógeltur, stórgerður fress. Hann var með svarta ól með nokkrum demöntum á. Hann var ekki örmerktur og fannst við Barónstíg. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

14.10.2019

Komið var með dána læðu sem keyrt hafði verið á við Borgarholtsbraut í Kópavogi mánudaginn 14. október. Hún var örmerkt: 352206000127772, en örmerkið er ekki skráð. Hún var svört á baki, höfði og trýni, en hvít á maga, fótum og í kringum augu. Hún var með bleika ól með hjörtum og sólum á. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

14.10.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal í dag, 14.10.2019. Hún var dökkgrá með hvítt á trýni og öllum loppum. Hún var með rauða hálsól en ekki örmerkt. Ef þið kannist við lýsinguna hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

10.10.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal í gær, 09.10.2019. Hún var brúnbröndótt, loðin, Maine Coon blanda. Ekki örmerkt. Hún var með neon bleika hálsól með fiskabeinagrindum á. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

03.10.2019

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalann í Víðidal, fimmtudaginn 3. október. Hann er örmerktur með númerinu: 352098100062282 en ekki næst í skráðan eiganda. Hann er grár og heitir Tímon og fannst við Rangársel 8. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

27.09.2019

Komið var með dána svarta og hvíta læðu á Dýraspítalann í Víðidal föstudaginn 27. september. Hún var frekar stór, alveg hvít á maga og bringu, með hvítar afturloppur og hvíta sokka að framan, annars alveg svört. Ómerkt og ólarlaus. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlega hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

21.09.2019

Komið var með dáinn grábröndóttan fress sem fannst við Rauðavatn laugardaginn 21. september. Hann var ómerktur og ógeldur og frekar stór. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlega hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

06.09.2019

Komið var með dána svarta læðu með hvítan háls og smá hvítt á loppum á Dýraspítalann í Víðidalnum sl. föstudag. Hún var ekki örmerkt né með ól. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlega hafið samband í síma 540-9900.

23.08.2019

Komið var með rauðbröndótta læðu á Dýraspítalann í Víðidal sem hafði verið keyrt á. Hún var með svarta ól með silfurlituðu enduskinsmerki með bjöllu og merkjahólfi, sem hafði losnað af og svo einnig með brúna flóa ól. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlega hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

16.08.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal sem er svört (yrjótt). Hún fannst við Vatnshóla á grasbletti í beinni línu við strætóstoppustöð. Hún var ekki með áverka á sér og ekki örmerkt. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

06.08.2019

Komið var með gulbröndótta og hvíta látna læðu á Dýraspítalann í Víðidal. Hún fannst að morgni 4. ágúst á Reykjanesbraut við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði. Læðan er ung og ómerkt, hvorki með ól né örmerkt. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

17.07.2019

Komið var með dáinn ógeldan fress á Dýraspítalann í Víðidal þann 17.07.2019. Keyrt hafði verið á hann á gatnamótum Kleppsvegar móts við Holtagarða. Hann er grár á litinn með stuttan feld, hvíta bletti á bringu, náranum og tvo hvíta sokka á framfótum. Ekki örmerktur né með ól. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

26.06.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal sem lent hafði í ákeyrslu. Læðan er grá og hvít, að mestu leyti grá, en með hvíta sokka og hvítt á höku. Hún fannst við Sæbraut í Reykjavík. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

26.06.2019

Lögreglan kom með dáinn ógeldan fress á Dýraspítalann í Víðidal sem fannst við Álfhólfsveg. Hann er svartur og hvítur með hvítar loppur, hvíta blesu og hvíta höku. Ómerktur og var ekki með ól. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

12.06.2019

Dökkbröndótt læða fannst dáin í Grænuhlíð í Reykjavík. Ekki örmerkt og ekki eyrnamerkt. Neon gul-græn ól með 2 bjöllum, önnur bleik, hin gulllituð. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

20.05.2019

Svört dáin kisa fannst við Höfðabakka í Reykjavík. Hún var ekki örmerkt en með rauða ól með steinum. Ef þið kannist við lýsinguna vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Mosfellsbæ í síma 566-5066.

26.04.2019

Komið var með brúnbröndótta og hvíta dána læðu. Hún var með gráa endurskins ól með loppuförum og bjöllu. Ómerkt. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

Komið var með dáinn kött upp á Dýraspítalann í Víðidal. Hann er brúngrár með smá hvítu og með skærgula endurskins ól. Hann heitir Pési og er örmerktur á fyrrum eiganda. Ekki er vitað hver núverandi eigandi hans er. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

10.04.2019

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalinn í Víðidal eftir ákeyrslu. Þetta var svartur ógeldur fress, fannst ekkert örmerki. Ekki vita hvar hann fannst. Ef einhver kannast við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

13.02.2019

Svartur og hvítur köttur með hvíta grímu og sokka fannst dáinn við Meistaravelli. Númerið á ólinni er gamalt (Stjáni s. 773-0455) og hann ekki skráður. Ef einhver kannast við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

02.01.2019

Komið var með svartan dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal sem fannst á Skólavörðustíg í Reykjavík. Líklegast geldur en ekki örmerktur. Vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900 ef þið kannist við lýsinguna.