Sæl
Ég vildi bara láta vita með hann Freka litla sem fannst við Fornhaga í Reykjavík . Hann virðist hafa stokkið út um gluggann hjá okkur um nóttina.
Það féllu saman tveir hryggjarliðir og getur hann ekki notað afturlappirnar enn sem komið er en þetta virðist allt vera að ganga til baka .
Hann er farinn að hreyfa lappirnar og reynir að reisa sig upp og fékk að fara heim í dag en þarf að kíkja aftur upp á spítala í næstu viku.
Fjalar bróðir hans var alveg hrikalega glaður að sjá hann og Freki vildi helst bara hlaupa af stað og leika en getur það því miður ekki, amk ekki ennþá en við erum bjartsýn á að hann fái full eða amk einhver not af afturfótunum í framtíðinni.
Ég þakka kærlega fyrir skjót viðbrögð við að koma honum á spítalann
Með kveðju Rún Knútsdóttir.
Ég þakka fyrir að fá að aðstoða Freka litla og koma honum í hendur Lísu Bjarnadóttur dýralæknis.
Kveðja til fjölskyldu hans.
Sigríður Heiðberg ( Sigga )