Franz – Útiköttur

8 nóv, 2025

Elsku Franz okkar óskar eftir góðu heimili. Hann vill fá að komast út og inn að vild. Hann er skemmtilegur og góður köttur sem finnst gaman að leika. Það þarf að hugsa vel um feldinn hans þar sem hann er síðhærður.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Franz. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.