Fannst slasaður eftir 4 mánuði.

2 nóv, 2005

Fimmtudaginn 27. október s.l. leitaði Lögreglan í Kópavogi til Kattholts eftir aðstoð við að ná slösuðum ketti sem var í sjálfheldu ofan í skurði við Beykihlíð í Kópavogi.

Sigríður fór á staðinn ásamt aðstoðarmanni og tókst þeim að ná kisa sem var að vonum bæði hvekktur og reiður. 

Á Dýraspítalanum í Víðidal kom í ljós að dýrið var eyrnamerkt og ekki alvarlega slasað.  Eigendur upplýstu að kisi héti Twilight, væri 6 ára og hefði verið týndur frá 11. júlí í sumar.


Kattavinafélag Íslands þakkar Lögreglunni í Kópavogi fyrir að stuðla að því að Twilight var bjargað.


Hann er nú kominn heim til sín, öllum til mikillar gleði.