Sælar kattholtskonur
 
Ég vildi senda ykkur fréttir frá litlu fjölskyldunni sem er í pössun hjá mér. Salka (mamman) er búin að jafna sig í maganum eftir að hafa lifað á kjúklingi, fiski og AB mjólk eftir ráðleggingum frá dýralækni sem við heimsóttum.


Breki, Alexander, Depill og Perla eru öll alveg ótrúlega dugleg og eru að verða stór og pattaraleg. Ég er viss um að þau eiga öll eftir að vekja stormandi lukku á verðandi heimilum.
Hún Skotta mín er ekki alveg búin að taka alla í sátt og finnst þetta vera svolítill átroðningur á hennar heimili en lætur þau samt í friði meðan þau eru ekki að abbast upp á hana.Þess má geta að leiðir okkar Skottu lágu einmitt saman á Kattholti fyrir rúmum 5 árum síðan. Hún hefur oft lagt land undir fót með mér og erum við búnar að búa saman í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Akureyri og núna í Kópavoginum. Hún er alveg yndislegur persónuleiki og það skemmtilegasta sem hún gerir er að fara út að labba með mér, að sjálfsögðu án ólar því hún tekur annað ekki til greina.
 
Hérna fylgja nokkrar myndir af stórfjölskyldunni.
 
Kær kveðja
 
Fanney, Skotta og litla fjölskyldan