Kæra Sigríður og allir í Kattholti.


Enn og aftur blöskrar manni að sjá níðingsverkin sem framin eru á saklausum dýrum hér á landi. Ég hugsa mikið um þetta án þess að fá botn í svona hegðun. Geta þau verið framin vegna grimmdar eingöngu eða koma líka til fávísi og heimska? Nema allt þetta hrjái þá einstaklinga sem sýna slíka framkomu.


Væri ekki rétt að vekja jafnt og þétt athygli á þessu í fjölmiðlum? Eins og þú hefur oft bent á, þá finnast alltaf aðrar lausnir en að loka dýr inn í kassa, sem verður skelfingu lostið og notar að sjálfsögðu sína aðferð við að losna úr prísundinni. Ég óska af öllu hjarta að kisan eða kisurnar sem svona illa var farið með síðastl. mánudag finnist og komist í skjól til ykkar.


 


Í leiðinni langar mig að biðja ykkur að koma kærum kveðjum til Margrétar sem lét ekkert aftra sér frá að bjarga Bellman, þegar hún sá hann haltra um. Og eins til hennar Kristínar sem tók hann að sér. Hún lætur sannarlega verkin tala konan sú. Ég dáist mikið að henni og óska henni og kisunum hennar alls hins besta í framtíðinni.


 


Með einlægum baráttukveðjum í Kattholt,


Eygló G.