Eygló lýsir vanþóknun sinni á meðferð dýra í okkar þjóðfélagi.

8 Feb, 2008

Komdu sæl Sigríður.

 

Alltaf verð ég jafn hissa og sorgmædd þegar ég les um meðferðina á saklausum dýrum í þessu þjóðfélagi. Hvernig getur fólk farið svona með dýr eins og þessir menn á Stýrimannastígnum, sem þóttust hafa fundið kisuna? Það hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá fólki sem gerir svona.

 

 

Dæmin eru auðvitað alltof mörg og mér varð hugsað til þess sem þú sagðir í útvarpinu um daginn, að ekki hefðu allir hundar það gott,  þrátt fyrir reglur um hundahald. Ljóta fréttin í DV í dag staðfestir það. En það mál verður væntanlega kært.

 

 

Af hverju er fólki aldrei gert að standa ábyrgt gerða sinna? Man eftir að hafa lesið um tvo dóma sem hafa fallið vegna illrar meðferðar á kisum. Það er sennilega allt og sumt.

 

 

Mín skoðun er sú að þegar vitað er hver eða hverjir fremja illvirki eigi að kæra slíkt.

 

Vona sannarlega að litla fallega kisan nái sér og fái gott heimili.

 

Með bestu kveðjum í Kattholt.

 

 

Það er auðvitað óhugsandi annað en að starfsemin haldi áfram.

 

Eygló G.