11 kettlingafullar læður hafa komið í Kattholt frá 1 apríl 2010.
Hvað segir það okkur?
20 kettlingar hafa fæðst hér.
Margir af þeim lifðu ekki þrekraunina af.
Við getum hugsað okkur kettlingafulla læðu á vergangi, án matar og öryggi heima fyrir.
Hvenær förum við Íslendingar að hugsa betur um dýrin okkar.
Við látum ekki svæfa læður sem eru að goti komnar.
Þess vegna er reksturinn erfiður.
Ég vil þakka öllum þeim sem hafa gefið fóður, peningagjafir, kisunum til hjálpar.
Kær kveðja til dýravina.
Sigríður Heiðberg.