Dýravelferð

15 maí, 2013

Kattavinafélag Íslands hvetur alla dýravini til að mæta á málþingið og tjá sig um nýju dýravelferðarlögin.

Hér að neðan er tilkynningin í heild sinni:

Málþing um ný lög um dýravelferð – fimmtudaginn 16. maí kl. 13:30
Alþingi hefur samþykkt ný lög um dýravelferð sem taka við af eldri lögum um dýravernd, jafnframt sem samþykkt voru ný lög um búfjárhald sem taka sömuleiðis við að eldri lögum um það efni. Bæði þessi nýju lög ganga í gildi um næstu áramót.

Hin nýja lagasetning felur í sér einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu, þar sem málaflokkurinn í heild heyrir nú undir eitt ráðuneyti og eina stofnun; atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneytið og Matvælastofnun. Hugtakið dýravelferð hefur jafnframt verið tekið upp í íslenskum rétti sem felur í sér ásamt fleiri nýjungum í lögunum mikla réttarbót fyrir þá er lögin varða sem eru dýr í umsjá manna hér á landi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Matvælastofnun stendur fyrir almennri kynningarráðstefnu um efnið fimmtudaginn 16. maí nk. Ráðstefnan fer fram í Sjávarútvegshúsinu að Skúlagötu 4 og hefst kl. 13:30.

Fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vil ég biðja þig um að áframsenda þennan póst á félagsmenn í þínum samtökum.

Skráning á málþingið er á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins anr.is
 
 

Málþingið fer fram í Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4 og eru allir velkomnir.