Dýraníðingar enn á ferð.

25 jún, 2008

 

 
 

 

3 kettlingar tveggja mánaða gamlir kettlingar voru bornir út við Kattholt.

 

 

Anna og Hrefna starfsstúlkur  í athvarfinu heyrðu mjálm og fundu pokann með dýrunum í.

 

 

Myndin sýnir pokann sem þeir voru í.  algerlega loftlaus poki. 

 

 

Það verður að ná þessum dýraníðingum.

 

 

Íslendingar fara að komast á spjöld sögunnar vegna illra meðferðar á dýrunum sínum.

 

 

Er ég sit hér og horfi á litlu kisubörnin í vanmætti sínum , þá skammast ég mín fyrir að vera íslendingur.

 

 

Ég bið góðan guð um styrk til að vera til staðar svo starfið megi halda áfram til blessunnar fyrir kisurnar okkar.

 

 

Við kisubörnin vil ég segja. Velkomin í kisuhús.

 

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg. Formaður.