Dýr mega ekki ferðast með strætó.

1 maí, 2007

Ágætu dýravinir


Mig langar til að hvetja dýravina og -eigandafélög landsins  að skora á Strætisvagna höfuðborgarsvæðisins að leyfa gæludýr um borð í vögnunum. Í öllum þeim stórborgum sem ég hef heimsótt hafa hundar og önnur dýr fengið að ferðast vandræðalaust með almenningssamgöngum. Hljóta íslenskir dýraeigendur að vilja getað ferðast með minnsta heimilismeðliminum í strætisvagni og geta tekið ábyrgð á dýrinu á meðan á ferðinni stendur.


Efast ég ekki um að margir dýraeigendur eiga ekki bíl eða kjósa að nota umhverfisvænan farkost eins og strætisvagn og myndu fagna bættu aðgengi fyrir dýrin sín.


Til vara gæti Strætó leyft gæludýr með því skilyrði að kettir ferðuðust í búrum og hundar með múl, eða í fanginu á eiganda sínum.


Myndi ég vilja sjá dýravina- og eigendafélög Íslands benda félagsmönnum sínum á dýrabann Strætó og hvetja þá til að skrifa á bus@bus.is, og til bæjarstjórna í sínu bæjarfélagi á höfuðborgarsvæðinu (upplysingar@reykjavik.is, gunnar@gardabaer.is, hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, simi@kopavogur.is, postur@seltjarnarnes.is, mos@mos.is), þar sem farið er fram á að gæludýr verði leyfð í vögnunum.


Með von um skjót viðbrögð.


Ásgeir Ingvarsson.