by Kattavinafélag Íslands | júl 17, 2024 | Fundin kisa
Þessi óörmerkta og ólarlausa læða fannst við ruslatunnur í grasagarðinum í Laugardal þar sem hún hefur sést síðastliðna daga. Hún er mjög ljúf og blíð og greinilega heimilisköttur. Hún er komin í Kattholt.
by Kattavinafélag Íslands | júl 16, 2024 | Fundin kisa
Svartur geldur köttur fannst 9. júlí við Bræðraborgarstíg. Hann var óörmerktur og ólarlaus. Það hafði verið keyrt á hann og hann lést. Farið var með hann á Dýraspítalann í Víðidal.