Hæ Kattholt.
Branda er komin heim.
Afi kom óvænt með hana frá Kattholti og mikið var hún ánægð.
Kattholt á þakkir skilið. Takk Sigríður. Ég gleymi ekki svona velvilja.
Áfram heldur baráttan fyrir kisum í Grafarholti og nágrenni.
Fréttastjóra Fréttablaðsins var að fara frá mér og fékk alla sólarsöguna.
Hann sér vonandi sjónarhorn kattavina. Það er ekki sanngjarnt að telja sig verða fyrir ónæði af völdum katta og vera á sama tíma með laus hænsni á svæðinu.
Hænsni sem ekkert leyfi er fyrir. Hver heilvita manneskja sér þversögnina í þessu.
Hér kemur mynd handa ykkur af hænunum sem spígsporuðu í góða veðrinu (rétt hjá kattabúrinu)
Hænurnar úti í blíðunni.
Ég get ekki hætt að hugsa um allar kisurnar sem hafa verið í veiddar í búrin þarna á bænum, með þessar lokkandi beitur á vappi í kring. Þetta er einfaldlega ekki sanngjörn barátta.
Það er spilað á eðli dýrsins og í mínum huga er þetta óheiðarleg barátta. Hvernig væri að byrja á því að loka hænurnar inni eða fjarlægja þær og sjá svo til hvort kattaheimsóknum fækki ekki og ónæðið lynni.
Ég þori að veðja að það mun gerast.
Við kattavinir þurfum að fylgja ströngum reglum. Hvernig væri að hænubóndinn fylgi líka reglunum? Er það ekki sanngjörn krafa? Á hann ekki yfir höfði sér sekt eins og við ? Ég bara spyr.
Kveðja
Bryndís Stefánsdóttir.
Kæra Bryndís. Engin mál leysast nema að rétta út sáttahönd.
Megi svo verða í þessu máli.
Með kveðju.
Sigríður Heiðberg formaður.