Blíðfinnur og fjölskylda senda kveðju í Kattholt.

17 ágú, 2009

Mig langaði til að senda ykkur smá línu og láta vita hvernig sambúðin gengur hjá okkur hjónunum og honum Blíðfinni Bjána sem kom til okkar þann 25. júní síðastliðinn.


 


Fyrstu 6 vikurnar var hann inniköttur en hann hefur aðeins verið að kíkja út í síðastliðinni viku og líklegt er að hann endi sem inni-/úti köttur þegar fram líða stundir. Hann er ósköp hændur að okkur báðum, ljúfur og blíður og nýtur athyglinnar.


 


Þrátt fyrir að við séum barnlaus hefur hann notið mikillar barnahylli þegar frændsystkini hafa kíkt í heimsókn og lætur ekkert á sig fá þegar litlar eins árs hendur eru hálf klaufalegar að klappa honum.


 


Við sendum góðar kveðjur í Kattholt og það er aldrei að vita nema við kíkjum aftur í heimsókn ef Bjána fer að vanta ferfættan félagsskap.


 


Kveðja,


Elín