Harpa Steingrímsdóttir og Inga Johnsen, 8 ára stelpur úr Hafnarfirði, eru miklir dýravinir. Þær sýndu það í verki nú um jólin þegar þær hönnuðu og smíðuðu eyrnalokka og seldu svo til að styrkja heimilislausa ketti í Kattholti.
Margir vinir og fjölskyldumeðlimir stúlknanna lögðu hönd á plóginn. Til að mynda tóku nokkrir bekkjarfélagar þeirra sig til og keyptu eyrnalokka handa mæðrum sínum. Þá skörtuðu margar konur úr fjölskykldum stúlknanna eyrnarlokkum úr þeirra smiðju í jólaboðum þetta árið.
Svo fór að Harpa og Inga náðu að safna rúmum sjö þúsund krónum sem þær afhentu forsvarsmönnum Kattholts í dag. Upphæðin mun eflaust koma að góðum notum enda margir kettir sem reiða sig á húsaskjólið í Kattholti.
Hörpu og Ingu eru færðar þakkir fyrir góðan hug til dýranna.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.