Bangsi týndur – 112 Reykjavík

14 des, 2024

Nafn og aldur á kisu
Bangsi, rúmlega eins og hálfs árs (fæddist 4.6.2023)
Hvenær týndist kisan?
10 desember 2024
Hvaðan týndist kisan (heimilisfang)?
Breiðavík 31, apartment 201 (þriðja hæð til vinstri)
Merktu við það sem á við um kisuna
Örmerkt
Geld
Útikisa
Innikisa
Félagslynd
Feimin
Símanúmer
+3548663705
Netfang
siljab@live.com
Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Bangsi er appelsínugulur, loðinn og stór með kraga eins og ljón um hálsinn. Hann er með gul augu og er mjög tignarlegur að sjá, ofsalega ljúfur en pínu feiminn en samt til í fólk og hefur heimsótt nágranna okkar hér í kring og fengið sér að borða hjá þeim og að kúra jafnvel. Hann er heimakær og kemur alltaf heim þegar kallað er á hann með því að flauta, hefur haldið sér að mestu leyti til á sama svæðinu í kring um Breiðavík 31. Hann var með trúðskraga um hálsinn en týndi honum nokkrum dögum áður en hann týndist sjálfur. Bangsi hefur tilhneygingu til að fela sig ef hann meiðir sig og gæti verið að fela sig einhvers staðar og ekki látið í sér heyra. Hann rófubrotnaði þegar hann var lítill og efsti hluti rófu hans var tekin, en hann er samt með þykka, loðna og stæðilega rófu. Bangsa er sárt saknað og við viljum fá hann aftur heim sem fyrst! Endalausar þakkir til þeirra sem búa nærri ef þau eru til í að athuga geymslur, ruslageymslur, palla og skúmaskot sem hann hefði getað troðið sér í. Hann fór út um morguninn 10. des, um 10 leytið og fór sinn vanalega hring í um húsin í götunni fyrir neðan Breiðavík 31 en það sást til hans þar um 2 leytið. Ég (eigandinn) kom heim á milli 2:30 og 3 og kallaði þá á Bangsa og þá kom Þoka, kisan sem fer yfirleitt út með Bangsa en fer á annað svæði en Bangsi (fyrir ofan Breiðavík 31) heim en ekki Bangsi. Bangsi hefur ekki sést síðan um morguninn 10. desember, þrátt fyrir það að leitað hafi verið í hverfinu og hverfunum í kring síðan um kvöldið 10. desember.