Kæru vinir. Það er orðin hefð hjá mörgum kattavinum að kíkja í Stangarhylinn laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag aðventu, sem í ár ber upp á 26. nóvember n.k.
Fjöldi gesta eykst á hverju ári, sem er sannkallað gleðiefni.
Nú vantar að fleiri bakarar bætist í frábæra hópinn okkar.
Sömuleiðis gætum við þegið meira jólaskraut og annað sem tengist jólum.
Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á að gott er ef komið er með bakkelsið (innpakkað) fyrir kl. 11 á basardaginn.
Koma nú fyrir kisurnar ???? Sjáumst!