Í Kattholti dvelur nú kettlingafull læða sem þarf að komast á gott og mjög rólegt fósturheimili sem allra fyrst.


Okkur vantar ábyrgðarfullan einstakling, mikinn kisuvin sem býr við mjög mikil rólegheit og er helst mikið heima við. Viðkomandi fengi að halda einum kettlinganna eða læðunni – og fleiri ,,gulrætur” verða í boði fyrir rétta aðilann.


Vinsamlega hafið samband sem allra fyrst við Halldóru, [email protected] eða í síma 567 2909.