Ættleiðingar og basar í Kattholti

13 apr, 2011

 

Laugardaginn 16. apríl efnir Kattholt, Stangarhyl 2, til ættleiðingardags og basars. Í Kattholti eru margar fallegar og blíðar kisur sem bíða eftir að eignast góð heimili.

 

Margir kattanna sem koma í Kattholt eru týndir heimiliskettir, heimilislausir kettir og læður með kettlinga. Kostnaðarliðir við að halda Kattholti gangandi eru því margir og háir, en þeir felast m.a. í matar- og lyfjakaupum handa kisunum.

 

Á basarnum verða fjölmargir fallegir munir til sölu, svo sem kisuleikföng, páskaskraut, kökur og ýmsir aðrir fallegir munir til heimilisins. En sjón er sögu ríkari og enginn verður glaðari en sá sem ættleiðir kisu þennan dag og býr henni heimili þar sem hún fær að upplifa þá ást sem allar kisur eiga skilið. Opið verður í Kattholti laugardaginn 16.apríl frá kl. 11-16.