Að fylgjast með litlu dýrunum vaxa úr grasi hefur verið töfrum líkast.

26 jún, 2008

Sæl öll,

 
 

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að taka í fóstur læðu með sex kettlinga sem rak á fjörur Kattholts í apríl síðastliðnum.

 

 

Að fylgjast með litlu dýrunum vaxa úr grasi hefur verið töfrum líkast, og hverju orði sannara að dýrin launi manni góðvildina á sinn einstaka hátt. Mamman er nú farin á nýtt heimili og kettlingarnir til nýrra eigenda utan eins.

 

 

Þetta litla hjartagull vantar nú heimili þar sem fólk hefur nógan tíma fyrir leik, klapp og knús. Þetta er högni, bröndóttur og hvítur að lit, og hefur hann verið örmerktur og ormhreinsaður.

 

 

Hann er kassavanur og snyrtilegur draumakettlingur sem hefur mikla þörf fyrir athygli, ást og umhyggju.

 

 

Frekari upplýsingar veitir Dóra í s. 694-9071. Athugið að aðeins fyrirmyndarheimili koma til greina!

Kveðjur,

Dóra og litli nafnleysingi.

 

 

Ég vil þakka Dóru fósturmóður alla elsku og þolinmæði sem hún hefur sýnt dýrunum í erfileikum þeirra.

 

 

Takk Takk.

 

Sigríður Heiðberg formaður.