6. mars var dimmur dagur í Kattholti.

10 mar, 2008

Svört og hvít 4-5 mánað læða  kom í Kattholt 6. Mars sl. 

 

 

Maðurinn sem kom með kisuna sagðist hafa tekið hana út af heimili vinar síns vegna illrar meðferðar.

 

 

Ekki vildi hann gefa upp nafn eiganda.

 

Kisan hélt ekki jafnvægi og fór ég með hana á Dýraspítalann í Víðidal.  Við skoðun kom í ljós að hún var hryggbrotin. 

 

 

Eigandi hennar hefur trúlega sparkað í hana.

 

Að sitja með lítið dýr í fanginu  sem svo stórlega hefur verið brotið á  er stund sem ekki gleymist .

 

 

Ég upplifði ekki reiði yfir þessum atburði, en mikla hryggð og ég leyfði tárunum að renna.

 

Nú er þrautum hennar lokið.

 

 

Guð blessi dýrið okkar.

 

Kveðja.

 

Sigríður Heiðberg  formaður.