Þegar skipta þarf um húsnæði er mikilvægt að huga að kisunum sem þar búa. Það tekur kisu um 3-4 vikur að setja sína lykt í nýtt húsnæði, en hún gerir það með því að spreyja hormónum sínum á veggi og húsgögn. Það er mikilvægt að halda kisu inni þetta tímabil, annars er hætta á að kisa rati ekki heim til sín á nýja heimilið.

Ef erfitt er að halda kisu inni, þá er hægt að venja við taum áður en flutningar hefjast svo hægt sé að leyfa henni að fá smá útrás úti, þótt það sé í taumi.

Eins er hægt að fjárfesta í GPS staðsetningartækjum og eru margar mismunandi tegundir í boði. Hægt er að skoða t.d. í Elko, Tölvulistanum eða gæludýrabúðum.