Stitch 3 ára – Útiköttur

31 okt, 2025

Elsku Stitch er ljúfur og góður kisi sem óskar eftir framtíðarheimili. Hann vill fá að komast út öðru hvoru. Stitch er góður með öðrum kisum en gæti líka hentað sem einu kötturinn á heimilinu.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Stitch. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar frá mánudags til miðvikudags milli kl. 13:00-14:30. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909. Í skoðunartímanum er hægt að fylla út umsókn um kött. Hringt er í samþykkta umsækjendur á fimmtudögum.