
ketti og samfélagið er að gelda læðuna þína eða fressinn. Á Íslandi er
fjöldi katta og kettlinga í leit að nýjum heimilum, en ólíklegt er að
þau fái öll heimili. Kettirnir eru miklu fleiri en heimilin sem standa
til boða. Ein leið til að fækka heimilislausum dýrum er að draga úr
óskipulögðum gotum með ófrjósemisaðgerðum á læðum og fressum. Kettir ná
fljótt kynþroska (alveg niður í fjögurra mánaða) og þeir geta fjölgað
sér með hvaða frjóum ketti sem er af hinu kyninu.
Gelding/ófrjósemisaðgerð hefur líka marga heilsufarslega kosti í för með
sér og gerir sambúð manns og kattar betri.
- Hún getur orðið kettlingafull 4-5 mánaða.
- Hún getur
borið ábyrgð á 20.000 afkomendum á aðeins fimm árum! Þá er ekki aðeins
talað um hennar kettlinga, heldur kettlingana sem hennar afkvæmi eiga
o.s.v.
- Það er útbreiddur misskilningur að læður þurfi að eiga
kettlinga einu sinni áður en þær eru teknar úr sambandi. Læðan mun ekki
sakna þess að hafa aldrei eignast kettlinga.
- Læðan getur átt
kettlinga tvisvar til þrisvar á ári og er þetta ákaflega mikið álag á
hana. Læða getur orðið kettlingafull 10 dögum eftir got.
- Læðan
verður fljótt kettlingafull ef hún fær að ganga laus úti. Þrátt fyrir að
vera inniköttur þá dregur hún ógelda fressketti að heimilinu þegar hún
breimar. Þá er möguleiki á að hún sleppi úti eða fressköttur inn.
hefur hvorki áhrif á skapgerð né hegðun læðunnar gagnvart eigandanum.
Með ófrjósemisaðgerð hættir læðan að breima og verður heimakærari. Í
boði er að fá pilluna fyrir læðuna en ófrjósemisaðgerðin er varanleg
lausn og er hún einföld þó inngripið sé meira en hjá fressunum. Læðan
fer heim til sín samdægurs. Best er að gera verðsamanburð á
dýralæknstofum og eru stundum tilboð í gangi.