Rökkva 13 ára – Inniköttur

15 apr, 2025

Rökkva er yndisleg feimin og róleg eldri læða sem óskar eftir að fá rólegt heimili þar sem hugsað er vel um hana síðustu æviárin. Hún er 13 ára, hraust og finnst gott að fá klapp og spjalla við mann þegar hún er farin að treysta manneskjunni.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Rökkvu. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.