Halda þarf kettlingnum frá öðrum heimilisköttum nema þeir séu fullbólusettir og heilbrigðir. Þegar kisi litli hittir hin heimilisdýrin í fyrsta skipti er ágætt að hann sé í búri þar sem honum finnst hann öruggur og hin dýrin geta aðeins lyktað af honum en ekki snert hann. Í flestum tilfellum gengur sambúðin vel og áfallalaust fyrir sig.

Hanna M Árnadóttir dýralæknir
Dýralæknastofan í Garðabæ