Kæru kattholtskonur
Ég og kærastinn minn fengum hjá ykkur litla svart hvíta læðu í lok júlí. Mig langaði að senda ykkur póst til að þakka ykkur fyrir og segja að það gengur allt mjög vel með hana. Hún heitir lundfríður og er yndislegur köttur, malar mikið og er mjög kelin en það er einnig ærslagangur í henni og hún þeysist um íbúðina með leikföngin sín í munninum þegar sá hátturinn er á henni. Sendi ykkur myndir af henni og þakka ykkur aftur kærlega fyrir að hafa hugsað svona vel um hana áður en við tókum við henni. 
Kær kveðja Áróra Eir