Louis – 2 ára útikisi

21 okt, 2024

Louis er 2 ára gulbröndóttur og hvítur fress sem óskar nú eftir traustu framtíðarfósturheimili þar sem hann fær tækifæri til þess að jafna sig eftir aðgerðarferli á mjaðmakúlum í góðu samstarfi við Kattholt. Við vonum að Louis muni ná sér að fullu eftir aðgerðirnar en Kattholt mun bera staum af lækniskostnaði sem gæti komið upp tengt mjöðmum. Louis er yndilsegur sjálfstæður köttur sem mun á endanum vilja vera útiköttur og fá að fera frekar frjáls ferða sinna. Hann elskar að troða sér í alla kassa og á hina ýmsu staði, elskar catnip og finnst mjög gott að borða. Hann er mjög skemmtilegur karakter sem vill fá smá klapp en lætur vita þegar hann vill ekki meir. Hann er ekki fyrir að aðrar kisur og vill vera sinn eiginn herra.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Louis. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.