Lína er blíð og góð 5 ára kisa. Hefur alltaf verið innikisa hingað til.
Hún óskar eftir góðu heimili.
Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Línu. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar frá mánudags til miðvikudags milli kl. 13:00-14:30. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909. Í skoðunartímanum er hægt að fylla út umsókn um kött. Hringt er í samþykkta umsækjendur á fimmtudögum.
