Sæl..
Ég vildi aðalega þakka fyrir kisuna mína sem ég fékk hjá ykkur fyrir u.þ.b. 2 mánuðum síðan.
Kisan sem ég fékk er lítil, hvít/grá og loðin.. hún er með stutt skott og mér var sagt að hún yrði heyrnarlaus en það er ekki enn búið að gerast en hún er hinsvegar blind á öðru auga.
Þegar ég fékk hana þá var hún með mikla sýkingu í augunum en það er nú allt að lagast núna.. það var svolítið vesen að fá kisuna því hún var mjög fötluð eða aftur eins og það var kallað, en langaði bara að segja ykkur að þrátt  fyrir að hún er “gölluð” að þá er þetta yndislegasta kisa sem ég hef átt og mér finnst ég ekki hafa getað verið heppnari með kisu! 🙂 fannst reyndar svolítið skrítið að hún vildi bara fá að sofa á koddanum mínum eða á andlitinu á næturnar en það er nú í góðu.. en ég vil þakka ykkur ægilega vel fyrir hana…
Kveðja Daggrós og Chick (kisan)