Kría og Lóa óska eftir framtíðarheimili / Kría and Lóa are looking for a future home
Elsku Kría og Lóa hafa verið fóstri hjá yndislegri fjölskyldu en eru nú tilbúnar til að fara á sitt framtíðarheimili. Þær eru mæðgur sem fundust mjög hræddar á vergangi fyrir ári síðan.
Á fósturheimilinu eru þær farnar að koma út úr skelinni, sækja klapp og leika sér. Þær geta hentað á heimili þar sem er hundur.
Ef þú hefur áhuga á að gefa þeim heimili endilega heyrðu í okkur í Kattholti í síma 5672909, kattholt@kattholt.is