Þann 23. ágúst 2005 tók gildi endurskoðuð samþykkt um kattahald í Reykjavík. Markmiðið með endurskoðun samþykktarinnar var að skapa meiri sátt um kattahald í Reykjavík og fækka óskilaköttum.

Samþykktina og bækling má nálgast með því að smella á eftirfarandi:

Pdf Kattahald í Reykjavík 2005

Pdf Kisubæklingur

Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) heldur utan um málefni gæludýra og annarra dýra sem lent hafa í hremmingum í borginni. DÝR annast umsýslu vegna skráningar dýra, fræðslu og upplýsingagjöf, föngun og vistun dýra í vanskilum og samskipti við aðrar stofnanir, dýraeigendur og hagsmunasamtök þeirra.