heidalitla.jpg2_Í fyrrasumar kom veikburða kettlingur í Kattholti. Hún var svo lánsöm að eignast gott heimili þar sem hlúð var vel að henni. Í dag er hún heilbrigð og hamingjusöm kisa.
Hæ hó Kattholt!

Hún Heiða er sannkallaður gleðigjafi í okkar lífi.

Gleðin hefst oft snemma á morgnanna. Þegar henni finnst við hafa sofið
of lengi tekur hún til sinna ráða og vekur okkur með fögrum tónum eða
léttri “fjallgöngu” ofan á okkur.

Því næst erum við beðin um að gjöra svo vel að þrífa kassan hennar, því
hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er.

Matur hjá mannfólkinu: “Fiesta!”, hugsar hún. Heiða er snýkjudýr og
átvagl. Það skiptir litlu hvort það er ostur, gul melóna, sveppir, abt
mjólk, ís eða smjörkrem úr marsipanköku. Ef hún telur mann vera með
eitthvað bragðgott stekkur hún upp á sófaarminn og rekur hausinn í
andlitið á manni og gæti verið að segja: “Gemmér! Gemmér!”

Heiða er forvitnari en flestir. Hún tekur á móti öllum sem koma heim.
Jafnvel þó hún sé í miðjum lúr, ef það heyrist í útidyrahurðinni, skýst
hún eins og eldibrandur fram í forstofu til að sjá hvern ber að garði.

Og þó Heiða komi úr Kattholti er hún hundur í sér. Hún kallar oft á
okkur og vill að við eltum sig og svo á hún það til að elta okkur út um
allt hús. Svo er hún bara svo skemmtileg kisa. Mikill leikur í henni. Ef
hún vill leika fer hún oft að leikfanginu (fiskur á stöng) og danglar
aðeins í það og mjálmar. Hún er líka mjög félagslynd og vill helst
alltaf vera nálægt okkur.

Þegar dagur er að kveldi kominn gengur hún úr skugga um það að allir séu
komnir í bælið. Hún fer upp á aðra hæð og tékka á mæðgunum þar og
“svæfir” þær áður en hún kemur niður í kjallara til okkar og gengur úr
skugga um að við séum komin í háttinn. Og að sjálfsögðu fer malið
(“sláttuvélin”) í gang og hún sefur oft á milli okkar.

Heiða er innikisa en hún fær stundum að fara út í beisli og það þykir
henni æði. Hún dvelur skiljanlega mikið í gluggakistum og fylgist með.
Svona svipað og þegar við komum og sóttum hana í Kattholt. Þá sat hún
úti í glugga. Kannski var hún bara að bíða eftir að við kæmum að ná í
hana. Takk fyrir að geyma hana fyrir okkur. Hún er svo yndisleg, ljúf,
góð, skemmtileg og fyndin 🙂

Bestu kveðjur,

Helga, Daði og svo að sjálfsögðu Heiða 🙂