Þegar köttur finnst er gott að hafa í huga:

Verði vart við kött sem virðist á vergangi og þú kannast ekki við úr nágrenninu, þá hugaðu að honum. Spurðu nágranna, hvort þeir þekki köttinn. Krakkar vita oft hvar kisur eiga heima. Sendið lýsingu og mynd ef hægt er á tölvupóstfangið [email protected], sem verður birt á heimasíðu okkar kattholt.is

 • Gott er að reyna að ná mynd og auglýsa óskilakisu á öðrum netmiðlum t.d. kattatengdum Facebook-síðum eins og Týnd/fundin dýr, Týnd/fundin gæludýr, Kattarsamfélagið, Kattavaktin, Dýrahjálp Íslands og á íbúa- og hverfasíðum. Margar kisusíður eru til tengdar bæjafélögum.

  ● Athuga t.d. hvort kisa virðist svöng, köld eða óhrein og með illa farin feld. Það getur bent til vanrækslu, sem okkur ber að láta okkur varða.

  ● Munum að kisa sem virðist ráðvillt og t.d. mjálmar mikið, gæti hafa óvart tekið sér far með bíl og lent þannig langt að heiman. Kisur sem lenda í slíku eiga vart möguleika að rata aftur heim þar sem þær hafa enga slóð.

  ● Horfum ekki uppá illa farin og hungruð dýr í nágrenni okkar.

  ● Hlú að að kisunni og freista þess að finna eigendur hennar. Setja jafnvel ól og merkispjald á hana og skrifa: Hver á mig og símanúmer finnanda.

  ● Óskilakisur eru velkomnar í Kattholt. Athugið opnunartíma athvarfsins. Ef kisan er hvekkt og hrædd og erfitt reynist að ná henni eru starfsmenn flestra sveitarfélaga fúsir að aðstoða. Eins er hægt að fá lánuð fellibúr t.d. í Kattholti.

  ● Það getur reynst nauðsynlegt að koma kisu sem hefur verið lengi á vergangi sem fyrst til dýralæknis. Í Kattholt koma dýralæknar reglulega og skoða og meðhöndla óskilakisur.

  ● Það kostar ekkert nema fyrirhöfnina að láta skanna eftir örmerki á kisum á dýralæknastofum og í Kattholti.

Hjálpum týndum kisum að rata aftur til síns heima. Það er betra að skipta sér einu sinni of oft af, heldur en einu sinni of sjaldan!

Mikilvægt er þegar nýr köttur kemur á heimilið eða flutt er með hann á milli hverfa eða bæjarfélaga, að halda honum/henni inni í allt að þrjár vikur. Kettir þurfa að kynnast fyrst nýja heimilinu og setja þar sína lykt og sama á við þegar þeir fara að fikra sig úti við. Þar merkja þeir sín svæði og það veitir þeim öryggi.
Ferðumst aldrei með kött á milli staða örðuvísi en í öruggu ferðabúri.

Munum að gelda eða láta taka kettina okkar úr sambandi, því ógeld dýr eru líklegri til að fara á flakk og týnast.

Enn og aftur minnum við kattaeigendur á mikilvægi þess að örmerkja og/eða eyrnamerkja ketti og láta skrá í dyraauðkenni.is. Einnig er mjög gagnlegt að setja að auki á þá merkta ól.