Freyja fallega er 3 ára bröndótt og hvít læða sem fannst í Kópavogi í byrjun ágúst, en enginn bar sig eftir henni. Hún er mjög lúf og blíð en er óörugg í kringum aðrar kisur. Mjög líklega útikisa.
Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Freyju. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.
Gjald fyrir kisu frá Kattholti er 24.500 og innifalið í gjaldinu er ófrjósemisaðgerð/gelding, örmerking og skráning hjá Dýraauðkenni, heilsufarsskoðun, ormahreinsun og fyrsta bólusetning.
*Hringdu stendur undir kostnaði við að ættleiða Freyju og gefur einnig glænýtt kattarklósett með henni!