Krummi
og Dúfa eru innikettir í 101 rvk. Þau eru miklir félagar og gleðigjafar
eigenda sinna. Þau eru góðir vinir þó að Krummi geti átt það til að ráðast
fyrirvaralaust á Dúfu og bíta hana fast í hrygginn, þá forðar hún sér einhvert
sem hann nær ekki til hennar því hann er helmingi stærri en hún. Þannig gekk
þetta í 5 ár, en einn góðan veðurdag var eins og Dúfa áttaði sig á að hún gæti
hagað sér með sama hætti og viti menn Krummi varð algerlega furðu lostinn og
vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, sat bara áfram hálf ringlaður. Mikið var
heimilisfólkið ánægt með litlu dömuna sína sem þeyttist um með krippu og
þrefallt skott. Örskömmu síðar voru þau farinn að sleikja hvort annað og kúra
saman.

Krummi er 7 ára geldur fress tveim árum eldri en Dúfa og var alltaf svo
einmana einn heima á daginn þar til Dúfa litla kom 2ja mánaða eftir að mamma
hennar hafði orðið fyrir bíl. Fyrst í stað var Krummi hálf hræddur við þennan
nýja fjölskyldumeðlim en fljótlega urðu þau óaðskiljanleg. Við verðum bara að passa
að gefa þeim í sitthvoru rýminu með lokaða hurð á milli því annars hámar Krummi
í sig sinn mat og ræðst síðan að hennar mat oft með þeim afleiðingum að
hann skömmu síðan ælir öllu saman.

Fjölskyldan
á lítinn sumarbústað og þangað fara Krummi og Dúfa með henni og eru þá alveg
frjáls ferða sinna. Það kunna þau vel að meta, sérstaklega Dúfa. Krummi fer
aldrei langt frá bústaðnum og hefur valið sér ákveðin grasbrúsk á lóðinni til
að fá sér af. Dúfa aftur á móti svarar ákveðnu kalli þegar hún á að koma heim
og kemur þá skömmu síðar í loftköstum, bókstaflega snertir varla jörðina.
Fyrsta ferð hennar í bústaðinn var blóðug, færði hún heimilisfólkinu látlaust veiði
sína, en það undarlega hefur skeð að hún hefur algerlega látið það ógert síðan.
Krummi aftur á móti elltist í mesta lagi við flugur og á það til að liggja tímunum
saman grafkyrr og virða fyrir sér sandlóurnar malarplaninu.
Langaði
bara að deila með ykkur frásögn af mínun yndislegu félögum.
Með kærri kveðju frá okkur öllum.