Kattavinafélag Íslands rekur Kattholt.  Kattholt er eina löglega rekna kattaathvarf á landinu og tekur á móti kisum sem villst hafa að heiman eða verið yfirgefnar af eigendum. Kattholt veitir kisunum húsaskjól og umönnun á meðan reynt er að hafa upp á eigendum þeirra eða finna þeim nýtt heimili. Félagið starfrækir kattahótel, sem fjölmargir kattaeigendur nýta sér til að hafa kisurnar sínar i öryggi á meðan þeir fara í frí. Mikið og óeigingjarnt starf er unnið í þágu kattanna, sem kostar mikla fjármuni. Í Kattholti eru að jafnaði 6 starfsmenn á launum, auk mikilvægra sjálfboðaliða.

Árgjaldið er einungis kr. 3.000 ári og þú getur gert gæfumuninn! Hægt er að skrá sig á heimasíðu félagsins, www.kattholt.is (Gerast félagi) eða með því að senda okkur tölvupóst á [email protected]  Það má líka hringja í síma 567 2909 eða 699 4030

VERTU MEÐ!